Hringrás
Athafnasvæði Hringrásar er að Klettagörðum 9 í Reykjavík. Þar er tekið við bílum til förgunar, brotajárni, málmum og spilliefnum. Félagið er einnig með aðstöðu til móttöku víðs vegar um landið. Færanlegar endurvinnslustöðvar Hringrásar gegna lykilhlutverki í þjónustu við bæjarfélög á landsbyggðinni en þannig getur fyrirtækið leyst á hagkvæman hátt margvísleg almenn verkefni á vegum minni bæjarfélaga auk sérstakra niðurrifsverkefna sem upp kunna að koma.
Hringrás vinnur eftir ströngum reglum gæðastjórnunar sem miða að því að bæta og straumlínulaga starfsemi fyrirtækisins.
Reykjavík
Klettagarðar 9
Akureyri
Ægisnesi 1
Reyðarfjörður
Hjallaleira 12
Kennitala:
490195-2039
Framkvæmdarstjóri:
Alexander Edvardsson