Hópsnes ehf. er leiðandi fyrirtæki í rekstri endurvinnslufyrirtækja, gámaþjónustu og sorphirðu á Íslandi.

usgs-XFWg9u0TYs4-unsplash

Hópsnes ehf. var stofnað árið 1965 af þremur einstaklingum. Upphaflega stofnað utan um útgerð á einum vertíðarbát en stækkaði fljótlega og við bættist fiskvinnsla í landi og síðar fleiri fiskiskip.

Frá stofnun og allt til ársins 1995 gerði Hópsnes ehf meðal annars út bátana Hópsnes Gk og Höfrung GK ásamt því að reka fiskverkun í Grindavík. En árið 1995 tóku hlutirnir að breytast og var útgerðin og kvóti seld. Meðeigendum greiddur út þeirra hlutur í félaginu.

Eftir stóð einn hluthafi, Edvard Júlíusson, með um 5000 m2 af húsnæði við Verbraut í Grindavík og fljótlega eftir söluna fór Hópsnes að þjónusta sjávarútveginn með ýmsum hætti, til dæmis var og er ferskt fiskisalt geymt í húsnæði fyrirtækisins og sá Hópsnes um mokstur og dreifingu á saltinu í fiskverkunarhús á Suðurnesjum.

Gámaþjónusta jókst jafnt og þétt og HP Gámar urðu til út frá nafninu Hópsnes. HP Gámar sá um almenna sorphirðu á Suðurnesjum í nokkur ár en þeirri þjónustu lauk í febrúar 2018.

Upp úr aldarmótum keypti Hópsnes Flutningaþjónustu Sigga á Suðurnesjum og breyttist nafnið í HP Flutningar. HP Flutningar flytja vörur daglega á milli Reykjavíkur og Suðurnesja.

Árið 2019 keypti Hópsnes Hringrás frá Gamma.

hopsnes-header

Fyrirtækið er eins og áður sagði stofnað árið 1965 og þarf oft að benda fólki á það að Hópsnes ehf. hefur ennþá sömu kennitölu og frá stofndegi

Það er fyrir mikla baráttu, útsjónarsemi og þrotlausa vinnu eigenda og starfsmanna að fyrirtækið er þar sem það er í dag.

Lykilorðin eru einfaldlega “Góð þjónusta”