Leiðandi fyrirtæki í gámaþjónustu og endurvinnslu
Hópsnes
Dótturfyrirtæki
Það er fyrir mikla baráttu, útsjónarsemi og þrotlausa vinnu eigenda og starfsmanna að fyrirtækið er þar sem það er í dag.
Hringrás
Fyrirtækið Hringrás er leiðandi í endurvinnslu brotajárns á Íslandi. Hringrás ræður yfir hagkvæmum og góðum tækjakosti sem gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum öfluga og góða þjónustu.
HP Gámar
HP gámar sinna daglegri sorphirðu hjá fyrirtækjum og einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Gámaþjónusta HP gáma nær yfir allt land og eru sérhæfðir í sorphirðu.
HP Flutningar
HP flutningar bjóða upp á daglegar ferðir á milli Reykjavík, Voga, Grindavík og Reykjanesbæjar.
HP flutningar eru sérhæfðir í vöruflutningum frá Reykjavík til Suðurnesja.
HP Fasteignir
Á árinu 2017 voru allar fasteignir í eigu Hópsness fluttar í sérstakt félag HP fasteignir ehf. Fasteignum í eigu félagsins hefur fjölgað þar sem 700 m2 lagerhúsnæði var byggt fyrir stærsta viðskiptavin þess.
Saga Hópsnes ehf
Það er fyrir mikla baráttu, útsjónarsemi og þrotlausa vinnu eigenda og starfsmanna að fyrirtækið er þar sem það er í dag.
Hópsnes ehf. var stofnað árið 1965 og var upphaflega útgerðarfyrirtæki sem átti einn lítinn vertíðarbát. Félagið stækkaði fljótlega og við bættist fiskvinnsla í landi og síðar fleiri fiskiskip.
Frá stofnun og allt til ársins 1995 voru meðal annars gerðir út bátarnir Hópsnes GK og Höfrungur II GK ásamt því að reka fiskverkun í Grindavík. Á þessu tímabili var lítill frystitogar smíðaður fyrir félagið í Póllandi.
Á árinu 1995 urðu miklar breytingar í rekstrinum þegar fiskiskip og kvóti þeirra var seldur. Félagið var upphaflega stofnað af þremur einstaklingum sem allir unnu hjá félaginu en á árinu 1995 fóru tveir þeirra frá því og var þeim greiddur út þeirra hlutur í félaginu. Eftir stóð einn hluthafi, Edvard Júlíusson, með um 5000 m2 af húsnæði við Verbraut í Grindavík sem stóð að mestu autt.
Til að finna því hlutverk var farið að veita sjávarútvegsfyrirtækjum þjónustu með ýmsum hætti svo sem með geymslu og dreifingu á fiskisalti til fiskvinnsluhúsa á Suðurnesjum. Að auki tók félagið að sér að losa félög við úrgangssalt sem var flutt í krókheysisgámum